Unnið að endurmati björgunaraðgerða - áætlanir um að nota hafsögubát voru ekki raunhæfar

  • ÞOR Arni Saeberg

Föstudagur 19. september 2014 kl. 14:00

Landhelgisgæslan vinnur nú að endurmati björgunaraðgerða á strandstað flutningaskipsins Green Freezer sem strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Dráttartaug varðskipsins Þórs slitnaði í hádeginu þegar komið var yfir 100 tonna átak á tauginni og er því ljóst að skipið situr mjög fast á strandsstað.

Þessi staða undirstikar að áætlanir um að nota hafsögubát við aðgerðina voru ekki raunhæfar.

Sem fyrr segir er nú unnið um borð í varðskipinu Þór að endurmati aðgerða í samráði við aðra viðbragðsaðila.