Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer af strandstað í morgun

Varðskipið nú með skipið í togi áleiðis til Fáskrúðsfjarðar.

Laugardagur 20. september 2014


Varðskipinu Þór tókst klukkan 10:52 í morgun að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað á Fáskrúðsfirði. Í nótt var dælt yfir eittthundrað tonnum af olíu úr skipinu með aðstoð Olíudreifingar. Skipið verður nú dregið til Fáskrúðsfjarðar en áður en til hafnar verður komið munu skemmdir verða kannaðar og olíu dælt aftur um borð. 

Töluvert átak þurfti til að ná skipinu af strandstað og reyndist varðskipið Þór og búnaður þess afar vel í þessum aðgerðum en dráttargeta Þórs er umtalsverð. Aðgerðum miðar nú vel.