Mannlaus fiskibátur slitnaði upp í Hvammsvík

Miðvikudagur 24. september 2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:15 í gærmorgun tilkynning um mannlausan fiskibát sem var kominn upp í fjöru í Hvammsvík. Virtist báturinn hafa slitnað upp og lá hann á stjórnboðssíðunni í fjörunni.

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur var á svæðinu og var það beðið um að halda á staðinn, einnig var Umhverfisstofnun gert viðvart.  Baldur var kominn í Hvammsvík kl. 11:08 og lagðist þar til akkeris og kannaði aðstæður. Ekki var að sjá alvarlegar skemmdir á bátnum, engan olíuleka að sjá né aðra mengun. Ákveðið var að Baldur yrði til taks á flóði ef eigandi þyrfti á aðstoð að halda við að koma skipinu á flot. Báturinn losnaði af strandstað kl. 17:20 fyrir eigin vélarafli og var engin mengun sjáanleg. Þakkaði eigandi bátsins Landhelgisgæslunni fyrir veitta aðstoð.

Myndir Guðm. Birkir Agnarsson.