Flugtæknideild LHG tekur við viðhaldsrekstri TF-FMS

  • TF-FMS

Miðvikudagur 1. október 2014

Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar tekur í dag við rekstri TF-FMS, flugvélar Isavia sem er af gerðinni Beech B200 King Air. 

Flugvélin hefur undanfarin ár verið í rekstri Mýflugs en flyst nú yfir á Flugrekstrarleyfi Isavia þar sem hún verður notuð við flugprófanir. Isavia hefur gert samning við flugtæknideild LHG um allan viðhaldsrekstur vélarinnar. 

Vélin er ekki ókunn flugvirkjum gæslunnar en hún var áður í viðhaldi hjá LHG áður en hún fór í leigu til Mýflugs. 

Mynd Baldur Sveinsson