Herflugvél með bilaðan hreyfil lenti heilu og höldnu í Keflavík

  • F-4F_BaldurSveins-(3)

Laugardagur 12. október 2014

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:27 eftir að tilkynning barst frá flugstjórn um herflugvél, í fylgd tveggja annarra herflugvéla frá bandaríska flughernum, væri með bilun í öðrum af tveimur hreyflum vélarinnar. Voru þær staddar djúpt suður af landinu, og var þeim beint til Keflavíkur. Vélin lenti síðan heilu og höldnu í Keflavík kl 16:19.

Mynd Baldur Sveinsson.