Eftirlit TF-SIF yfir eldstöðvar, suður- og suðvesturmið

Mánudagur 13. október 2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug á föstudag með vísindamenn og fulltrúa almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra yfir Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Að því loknu var farið í gæslu- og eftirlitsflug um S- og SV mið.

Í fluginu voru framkvæmdar mælingar á Bárðarbungu og áætla vísindamenn að hún hafi sigið um 30-35 metra frá því að jarðhræringarnar hófust. Flogið var yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni en vegna skýja náðust aðeins myndir með hliðarratsjá og hitamyndavél.


Gosmökkurinn náði í 8500ft. hæð


Radarmynd af eldstöðvunum. Rauðu örvarnar vísa á tvo gíga sem eru með hrauntjörn og ennþá virkir.


Hraunrennslið heldur áfram að byggja upp nýtt land.