Fóru með batterí í Bárðarbungu
Miðvikudagur 15. október 2014
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN flaug í gær með tæknimenn og búnað frá Veðurstofu Íslands í Nýjadal og upp á Bárðarbungu til að skipta um rafgeyma og setja upp gasmæla.
Þegar lent var í Nýjadal sýndu gasmælar afar há gildi og var þar einungis stöðvað skamma stund til að setja út búnað. Þaðan var haldið upp á Bárðarbungu og skipt um rafgeyma sem fylgja búnaði jarðvísindamanna. Gasgildin þar mældust nokkuð lægri en í Nýjadal.
Að lokinni vinnu á Bárðarbungu var haldið til eldsneytistöku á Höfn í Hornafirði áður en þyrlan hélt að nýju til Reykjavíkur.
Myndir frá áhöfn TF-SYN