Landhelgisgæslan varar við siglingahættum í Eyjafirði.
Föstudagur 17. október 2014
Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands hefur síðastliðna 14 - 15 mánuði varað sæfarendur við siglingahættum vegna kræklingalína í Eyjafirði en kræklingalínur sem eru eftirlitslausar og ómerktar geta mögulega valdið sjófarendum tjóni.
Landhelgisgæslan hefur gefið út Tilkynningar til sjófarenda þar sem svæðin eru skilgreind í breidd og lengd og eru sjófarendur beðnir um að sigla í góðri fjarlægð frá þessum svæðum.
Landhelgisgæslan fylgist með mögulegum siglingahættum á sjó og gefur í því skyni út Tilkynningar til sjófarenda. Eitt af hlutverkum Landhelgisgæslunnar er að móttaka ábendingar um siglingahættur á sjó og koma þeim á framfæri, bæði með þar til gerðum tilkynningum og í gegnum fjarskiptakerfi þess á milli.