Japönsk túnfiskveiðiskip rétt utan við lögsögumörkin

  • SIF_MG_1474

Mánudagur 27. október 2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í dag í eftirlits- og gæsluflug um SV mið, út að Reykjaneshrygg og djúpt austur að miðlínu Íslands og Færeyja. Þaðan var flogið í norðvestur inn á land og yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þaðan var flogið í suður út á sjó aftur og tekin gæsla á grunnslóð vestur fyrir Reykjanesið og heim.

Í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar sáust samtals 498 skip og bátar upp í kerfum vélarinnar. Þar af voru 13 japönsk túnfiskveiðiskip sem eru staðsett u.þ.b. 20 sjómílur suður af íslensku efnahagslögunni.

Túnfiskveiðiskip koma árlega á þessar slóðir utan íslensku lögsögunnar. Landhelgisgæslan fær ekki staðsetningar frá skipunum en mikilvægt er að fylgjast með umferð á jöðrum lögsögunnar. Meðan það er gert er komið í veg fyrir að skip freistist til að elta fisk inn í íslensku lögsöguna.

Mynd af túnfiskveiðiskipi Mbl.

Myndir úr eftirlitsbúnaði TF-SIF.


Flugleiðin


Radarþekja flugsins.


Ratsjármynd af Holuhrauni