Þyrla LHG tók þátt í leit á Reykjanesi

Mánudagur 24. nóvember 2013

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl 02:10 í nótt við leit að manni sem saknað var á Reykjanesi. Þar sem hann var með kveikt á farsíma var ákveðið að þyrlan myndi taka með búnað sem miðar út sendingar síma.

Slæm leitarskilyrði voru á svæðinu vegna hvassviðris og lélegs skyggnis. Þyrlan var við leit til kl 05:15.  Þá hélt þyrlan til eldsneytistöku og var staðan endurmetin. Þyrla var svo kölluð út að nýju um hádegi til áframhaldandi leitar en var afturkölluð þegar maðurinn fannst rétt fyrir kl. 13:00.