TF-GNA æfði með sjóbjörgunarsveitinni á Patreksfirði

  • GNA_E1F2236

Fimmtudagur 27. nóvember 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var í gærkvöldi við æfingar með Verði, björgunarskipi og bátum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði. TF-GNA flaug frá Reykjavík kl. 18:50 og við komuna á Patreksfjörð sigu kafari frá Landhelgisgæslunni og þyrlulæknir um borð í björgunarskipið.  Í æfingunni voru framkvæmdar samtals 14 hífingar úr sjó,  frá skipi og björgunarbát björgunarsveitarinnar. Að æfingu lokinni var flogið til Reykjavíkur þar sem lent var kl. 21:50.