Þyrla kölluð til aðstoðar eftir bílslys

Mánudagur 1. desember 2014 kl. 14:45

Landhelgisgæslunni barst fyrir stundu beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að alvarlegt bílslys varð nærri Krísuvík. Þyrlan TF-SYN var þá í æfingaflugi á Reykjanesi og hélt samstundis á staðinn. Þyrlan er nú á slysstað. 

Uppfært kl. 15:02

Þyrlan er á leið á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún lendir kl. 15:06.