Þyrla kölluð út vegna leitar á Fimmvörðuhálsi

Þriðjudagur 2. desember 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 19:01 í gærkvöldi að beiðni lögreglunnar á Hvolsvelli vegna leitar að erlendum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Óskað var eftir að þyrlan myndi hafa meðferðis GSM miðunarbúnað en maðurinn var með íslenskan farsíma. TF-GNA fór í loftið kl. 20:15 og var á leiðinni á svæðið þegar svæðisstjórn björgunarsveita tilkynnti að búið væri að finna manninn. Var þá þyrlan afturkölluð og lenti hún í Reykjavík kl. Kl. 21:07.