Tafir hafa orðið á siglingum vegna veðurfars

  • _MG_0632

Miðvikudagur 17. desember 2014

Undanfarnar vikur hafa stormar blásið á Norður-Atlantshafi og hver djúp lægðin á fætur annarri farið hjá eða yfir Ísland.  Sjófarendur hafa ekki farið varhluta af þessu og hefur m.a. sigling skipa til og frá Íslandi sóst seint.  Skip sem sigla á milli Íslands og Norður-Evrópu sem að öllu jöfnu tekur þrjá til fimm daga hefur verið að lengjast í fimm til átta daga þar sem að þau fara mun hægar yfir við þessar aðstæður.  

Skipin þurfa jafnvel að halda sjó, þ.e. að sigla á hægri ferð upp í ölduna.  Það er heldur ekki alltaf einfalt mál við þær aðstæður sem hafa skapast því stormarnir hafa blásið úr mörgum áttum þannig að sjómenn segja að mjög missjávað sé á þessum siglingaleiðum.