Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar

Fimmtudagur 18. desember 2014

Í gær var árleg jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar haldin í veislusal Nauthóls í Nauthólsvík. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp þar sem hann fór yfir verkefni sem hafa verið efst á baugi sl. ár. Hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins og voru síðan sérstaklega heiðraðir þeir sem hófu töku eftirlauna á árinu sem og þeir starfsmenn sem fögnuðu fimmtugs-, sextugs- og sjötugsafmælum á árinu.

Hér eru nokkrar myndir frá samkomunni sem Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður tók. 


Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp


Starfsmenn sem hófu töku eftirlauna á árinu ásamt forstjóra LHG


Marvin Ingólfsson lauk fjórða stigi varðskipadeildar Skipstjórnarskólans
á árinu ásamt Eiríki Bragasyni og Magnúsi Pálmari Jónssyni.