Vakin athygli á hárri sjávarstöðu

  • Sjavarhaed_flod

Þriðjudagur 6. janúar 2014

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á að flóðstaða morgundagsins, 07.01.2015, gæti orðið talsvert há við Suðvesturland þar sem saman fer stórstreymi og lár loftþrýstingur. 

Árdegisflóði er spáð kl. 07:40 og flóðhæð 4,1 m., loftþrýstingsspá er um 935 – 945 mb. og veðurspá gerir ráð fyrir sunnan – suðaustan 16 – 20 m/s.

Flóðhæð í Reykjavík gæti því orðið um 4,7 til 5.0 m. Staðan getur orðið svipuð næstu daga miðað við allar spár, þrátt við minnkandi stórstreymi.