Þyrla LHG sótti mann sem slasaðist í Eyjafirði

Laugardagur 10. janúar 2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti rétt fyrir klukkan fjögur í dag mann sem slasaðist í Litladal í Eyjafirði. Var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Þyrlan var kölluð út klukkan 14:17 og fór í loftið frá Reykjavík kl. 14:40. Lent var á slysstað kl. 15:46 en þá voru björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og lögregla komin á slysstað. Þyrlunni var tyllt niður skammt frá og fóru stýrimaður og læknir út úr þyrlunni til að meta ástand sjúklings. Var hann síðan fluttur um borð í þyrluna og farið að nýju í loftið kl. 15:52. Lent var við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kl. 16:02. 

Myndina tók Kjartan Long í æfingu LHG með SL í desember sl.