Sóttu slasaðan göngumann

Sunnudagur 18. janúar 2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag kl. 14:10 eftir að maður slasaðist alvarlega eftir fall í hlíðum Esju. TF-SYN fór í loftið kl. 14:34 og lenti á slysstað kl. 14:46. Læknir og sjúklingur bjuggu um sjúkling og var hann síðan settur í börur og hífður upp í þyrluna. Aðgerðum á slysstað var lokið kl. 15:03 og var lent við Landspítala í Fossvogi kl. 15:07. 

Trausti Tómasson sendi LHG myndir sem hann tók á slysstað.