Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan skipverja
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst upp úr klukkan 17:30 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna slasaðs skipverja um borð í íslensku fiskiskipi, sem þá var statt utan innsiglingar til Grindavíkur. Lóðsbáturinn í Grindavík kom að skipinu skömmu síðar og var skipverjinn fluttur yfir í lóðsbátinn sem sigldi með hann til hafnar í Grindavík.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF lenti við höfnina í Grindavík stuttu síðar og var skipverjinn fluttur um borð í þyrluna. Flogið var með hann á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi og lent þar um klukkan 18:30.