Þyrla Landhelgisgæslunnar verið í viðbragðsstöðu vegna beiðna um aðstoð þyrlu fyrir vestan – þyrlan nú á leið í loftið

Í dag, laugardag hafa borist tvær beiðnir um aðstoð þyrlu fyrir vestan en vegna veðuraðstæðna um land allt hefur enginn möguleiki verið á að senda þyrlu á staðinn. Hefur áhöfn þyrlunnar því verið í viðbragðsstöðu þar til veðri slotar.  Í morgun eða kl. 10:19 barst beiðni til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar frá umboðsmanni grænlensk togara um sjúkraflug vegna slasaðs skipverja. Var hinn slasaði með höfuðáverka og tók skipið stefnu á Patreksfjörð.  Vegna veðuraðstæðna var enginn möguleiki að senda þyrlu á staðinn og því afráðið að bíða þar til veður lægi og meta þá aðstæður. 

Þá barst beiðni til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar um sjúkraflug vegna sjúklings á Patreksfirði. Var læknir á Patreksfirði þegar settur í samband við þyrlulækninn en beðið er færis með að senda þyrlu þar til veðri slotar og flugskilyrði eru til staðar. Fyrirhugað er að halda af stað vestur upp úr kl. 16:00.