Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan vélsleðamann

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 20:20 í kvöld beiðni um þyrlu vegna vélsleðaslyss norðan við Laugarvatn þar sem einn maður hafði slasast. 


Þyrlan TF-LIF fór í loftið rúmum 20 mínútum síðar. Ferðafélagar hins slasaða gátu gefið upp nákvæm hnit svo auðvelt var að finna strax staðinn og var þyrlan komin á slysstað rétt rúmlega 21:00. Vel gekk að búa að hinum slasaða og koma honum um borð í þyrluna og var haldið áleiðis til Reykjavíkur um átta mínútum eftir að þyrlan kom á vettvang. Lent var við Landspítala háskólasjúkrahús í Fossvogi um hálftíuleytið.