Eldur um borð í hvalaskoðunarbát

  • _MG_0566

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning kl. 10:30 um að eldur hefði komið upp í hvalaskoðunarbátnum Faldi á Skjálfanda. Alls voru 24 farþegar um borð og voru þeir fluttir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör sem var í grenndinni.  Hélt hann áfram hvalaskoðun með farþegana þar sem ekkert amaði að. Landhelgisgæslan virkjaði Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð í samræmi við hópslysaáætlun vegna farþegabáta á Skjálfandaflóa. Þá voru björgunarsveitir í nágrenninu virkjaðar sem og slökkviliðin á Húsavík og Akureyri auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.  Þegar ljóst var að búið var að ná tökum á eldinum og farþegar voru komnir heilir á húfi um borð í Bjössa Sör voru viðbragðsaðilar afturkallaðir fyrir utan björgunarskipið á Siglufirði og björgunarbát frá Húsavík.Hvalaskoðunarbáturinn Knörrinn og björgunarbáturinn Jón Kjartansson frá Húsavík eru nú á leið með Fald til Húsavíkur og er áætlað að þeir verði komnir þangað um hádegisbil.