Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kynnir sér varðskipið Þór

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kom nú síðdegis ásamt fylgdarliði í stutta heimsókn um borð í varðskipið Þór. Innanríkisráðherra, Ólöf Nordal og Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tóku á móti framkvæmdastjóranum og fylgdarliði hans. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku einnig þátt í heimsókninni ásamt ráðuneytisstjórum forsætis-, utanríkis- og innanríkisráðuneytis. 

Ólöf Nordal innanríkisráðherra bauð gesti velkomna um borð og lýsti yfir ánægju sinni með heimsókn framkvæmdastjórans til Íslands. Stoltenberg og fylgdarlið kynntu sér möguleika varðskipsins til leitar og björgunar sem og eftirlits og mikilvægi þess í alþjóðlegu samstarfi, ekki síst á vettvangi Norðurslóðasamstarfs.

 

Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra bjóða innanríkisráðherra velkominn um borð í Þór

 
Forsætisráðherra boðinn velkominn af skipherra Þórs og forstjóra Landhelgisgæslunnar
 
 Ólöf Nordal innanríkisráðherra býður gesti velkomna um borð

 
Framkvæmdastjórinn og gestir hlusta á orð innanríkisráðherra

 
Jens Stoltenberg ræðir málin við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra, Georg Kristinn Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Stefán Hauk Jóhannesson ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Fjær má sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á spjalli við Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu

 
Sigurður Steinar Ketilsson skipherra sýnir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra stjórnbúnað varðskipsins

 
 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO gengur frá borði
 
 Ráðherrar ganga frá borði
 
Forstjóri Landhelgisgæslunnar gengur frá borði