Starfsmenn innanríkisráðuneytis og fjölskyldur þeirra í heimsókn í flugskýli Landhelgisgæslunnar

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins og fjölskyldur þeirra heimsóttu flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag og kynntu sér starfsemina. Gestirnir skoðuðu þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar og fylgdust með þyrlunni TF-LIF taka á loft en hún var á leið á Reykjanesið að taka þátt í flugslysaæfingu sem þar fer nú fram.

Hópurinn var afar áhugasamur og þá sérstaklega krakkarnir í hópnum sem voru dugleg að spyrja þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar margvíslegra spurninga eins og hvernig væri eiginlega hægt að láta þyrlur fljúga og hvernig það væri að síga niður í ískaldan sjóinn. Margir krakkar skelltu sér í flugmannssætin á þyrlunum og er aldrei að vita nema í hópnum leynist framtíðarstarfsmenn Landhelgisgæslunnar.

 
Gestir hlýða á Ásgrím L. Ásgrímsson framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segja frá starfseminni
 
 
 Þessi ungi maður var alsæll með kexið og safann sem hann gæddi sér á
 
Þeir Viggó M. Sigurðsson stýrimaður og sigmaður (til vinstri) og Ármann Jónsson læknir (til hægri) svara margvíslegum spurningum frá áhugasömum ungum gesti 
 
 Góðir gestir um borð í flugvélinni TF-SIF

 
 
 
 Um borð í þyrlunni TF-LIF
 
Mögulega þyrluflugmenn framtíðarinnar
 

Bíllinn sem notaður er til að draga þyrlurnar út úr flugskýlinu vekur alltaf ómælda athygli og ánægju meðal ungra gesta

 
Frá vinstri: Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, Reynir Garðar Brynjarsson flugvirki og yfirspilmaður Landhelgisgæslunnar og Jóhannes Tómasson upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins

 
Gestir fylgjast með þyrlunni TF-LIF gera tilbúið fyrir flugtak
 
Veifað til þyrlunnar þar sem hún flýgur af stað

 
Ráðuneytisstjórinn og fulltrúar innanríkisráðuneytis þakka fyrir daginn