Áhöfnin á Tý bjargar 328 manns af tveimur litlum bátum

Varðskipið Týr siglir nú til Sikileyjar með 328 flóttamenn sem áhöfnin bjargaði af tveimur bátum norður af Líbíu. Um var að ræða 236 manns á trébát og hinsvegar 92 á litlum gúmmíbát. Tæplega 70 konur og börn voru í hópnum. Aðgerðir tókust vel og er varðskipið væntanlegt til hafnar síðar í dag. Meðfylgjandi eru myndir frá björgunaraðgerðum.