Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF sækir slasaðan vélsleðamann

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:42 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna fjórhjólaslyss í Réttarhnjúk, skammt frá Glaðheimum í Jökuldal en þar hafði einn maður slasast. Þar sem slysstaður var langt frá byggð var talið nauðsynlegt að fá þyrlu á staðinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór í loftið um tíu mínútur yfir tvö og var lent á vettvangi um 45 mínútum síðar. Var búið um hinn slasaða og hann fluttur um borð í þyrluna sem lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 16:00.