Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar heimsækir Landhelgisgæsluna
Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, aðmíráll Paul F. Zukunft heimsótti Landhelgisgæsluna í dag ásamt sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert C. Barber og fylgdarliði. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum ásamt fulltrúum Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæslan og bandaríska strandgæslan eiga í nánu og miklu samstarfi meðal annars á sviði leitar og björgunar, siglingastjórnunar, mengunareftirlits á hafinu sem og þjálfunar og menntunar starfsmanna. Heimsóknin í dag er liður í þessu góða samstarfi sem er afar mikilvægt fyrir Landhelgisgæsluna.
Farið var yfir helstu verkefni og meðal annars ræddir möguleikar á frekari þróun samstarfs vegna Norðurslóða. Þá var farið í flugdeild Landhelgisgæslunnar og um borð í varðskipið Þór og starfsemin þar kynnt. Auk þess var fylgst með æfingu þyrlu Landhelgisgæslunnar með Slysavarnarskóla sjómanna og skólastjóri skólans kynnti starfsemi hans og mikilvægt samstarf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar.
![]() |
Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar býður yfirmann bandarísku strandgæslunnar og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi velkomna |
![]() |
Fulltrúar Landhelgisgæslunnar kynna starfsemina fyrir gestunum |
![]() |
Sindri Steingrímsson flugrekstrarstjóri og Höskuldur Ólafsson flugtæknistjóri bjóða aðmírál Paul F. Zukunft velkominn í flugdeild Landhelgisgæslunnar |
![]() |
Þyrluflotinn skoðaður |
![]() |
Skipherrann á Þór, Sigurður Steinar Ketilsson tekur á móti gestunum um borð í Þór |
![]() |
Skoðunarferð um varðskipið Þór |
![]() |
Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna kynnir starfsemi skólans fyrir aðmírálnum og það mikilvæga samstarf sem er milli Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar |
![]() |
Fylgst var með æfingu Landhelgisgæslunnar og Slysavarnarskóla sjómanna sem er mikilvægur liður í öryggismálum sjómanna |
![]() |
Samstarfsfélagar skiptast á gjöfum Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og aðmíráll Paul F. Zukunft |
![]() |
Gestir og fulltrúar Landhelgisgæslunnar að lokinni vel heppnaðri heimsókn |