Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í rússneskan togara sem var að veiðum á Reykjaneshrygg

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF er nú rétt ókomin að rússneskum togara sem var að veiðum á Reykjaneshrygg er beiðni barst frá togaranum um þyrlu til að sækja veikan skipverja um borð. 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá rússneska togaranum rúmlega hálfellefu í morgun en hann var þá að veiðum rúmar 200 sjómílur frá landi. Var skipstjóra togarans sagt að hífa þá þegar veiðarfæri og sigla hraðbyri í átt að landi. Um hádegisbil höfðu skipverjar á togaranum lokið við að hífa veiðarfæri úr sjó og var þá haldið fulla ferð að landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt til móts við togarann til að sækja skipverjann og áætlar að koma aftur til Reykjavíkur rétt fyrir níu í kvöld.