Þyrlan TF-LIF á leið upp á Arnarvatnsheiði að slökkva kjarr- og mosaelda

  • Lundarreykjadalur_sinubruni3

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF er nú á leið upp á Arnarvatnsheiði til að slökkva kjarr- og mosaelda. Beiðni barst frá lögreglunni í Borgarnesi um aðstoð þyrlu við slökkvistörfin en ekki er hægt að komast að eldinum með dælubílum. Þyrlan kom úr sjúkraflugi fyrr í kvöld eftir að hafa sótt hjartveikan mann á Hornbjarg. Aðstæður á Hornbjargi voru erfiðar vegna þoku og þurfti meðal annars að biðja aðila á svæðinu að kveikja á blysum svo þyrlan gæti lent. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA lenti einnig fyrr í kvöld í Reykjavík með hjartveikan mann sem sóttur var vestast á Snæfellsnes.