Enn leitað vegna neyðarkalls sem barst í dag

  • _MG_0659

Landhelgisgæslan hefur í dag leitað ítarlega með þyrlu sem og með aðstoð lögreglu og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að ástæðu neyðarkalls sem barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tæplega hálftvö í dag á rás 16 í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði. Búið er að leita af allan grun um neyð á sjó en þyrla Landhelgisgæslunnar og lögreglan eru að kanna vísbendingar vegna tveggja ferðamanna, annars vegar kajakræðara og hins vegar göngumanns en sem stendur er ekki vitað nánar um ferðir þeirra.