Leit hefur verið hætt nema frekari vísbendingar komi fram

Leit hefur nú verið hætt sem fram hefur farið í dag í kjölfar neyðarkalls sem barst á rás 16 í gegnum sendi á Höfn í Hornafirði. Víðtæk leit hefur staðið yfir í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar, lögreglu og með aðstoð Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Engar frekari vísbendingar hafa komið fram en búið er að leita af allan grun um neyð á sjó og ekkert bendir til að um neyð sé að ræða á landi. Því hefur leit verið hætt nema frekari vísbendingar berist.