Varðskipið Þór til aðstoðar flutningaskipinu Lagarfoss

Varðskipið Þór er á leið til aðstoðar flutningaskipinu Lagarfoss sem er með bilað stýri um 90 sjómílur suðaustur af Dyrhólaey. Ráðgert er að Þór verði hjá Lagarfoss um kl.05:00 í nótt og dragi Lagarfoss til Reykjavíkur. Lagarfoss er um 10.100 tonn að stærð og í eigu Eimskip.

Gott veður er á svæðinu og engin hætta á ferðum.