Lokun svæðis innan Reykjavíkurhafnar á meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir

  • Gamla höfnin Menningarnótt 2015 lokun

Á meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir, kl. 22:50 til 23:20 nk. laugardag, mun afmarkað svæði innan Reykjavíkurhafnar, umhverfis Faxagarð, verða lokað fyrir allri báta- og skipaumferð. 

Eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslu Íslands verður á svæðinu með hlustvörslu á rás 16 og 12 ásamt bátum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mun einnig senda út tilkynningu til sjófarenda með reglulegu millibili í gegnum VHF.

Lokaða svæðið er innan rauðu línunnar.

Smellið hér til að sjá stærra kort.

Gamla höfnin Menningarnótt 2015 lokun