Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veika konu vestan við Skeiðarárjökul

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:22 í morgun beiðni um þyrlu vegna veikrar konu sem var í gönguhóp vestan við Skeiðarárjökul. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN var í gæsluflugi rétt fyrir austan Vestmannaeyjar er útkallið barst og hélt hún rakleiðis á staðinn. Lenti þyrlan skammt frá þeim stað er gönguhópurinn var staddur. Var búið um konuna og hún flutt með þyrlunni til Reykjavíkur.