Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Landhelgisgæsluna

Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert O. Work sem staddur er hér á landi, kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar fóru með ráðherrann um svæðið og kynntu honum varnar- og öryggisreksturinn hér á landi þar með talið mannvirki og búnað. Þá heilsaði ráðherrann uppá fulltrúa danska flughersins sem er hér á landi við loftrýmisgæslu.  

 
Ráðherrann heilsar meðlimum flughers Bandaríkjanna sem staddir voru hér á landi.
 

Jón B. Guðnason yfirmaður yfir starfsemi Landhelgisgæslunnar í Keflavík gengur með ráðherranum og eiginkonu hans frá flugskýli Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að flugvél ráðherrans.

 
Frá vinstri talið: Jón B. Guðnason frá Landhelgisgæslunni, Robert O. Work varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Arnór Sigurjónsson skrifstofustjóri öryggis- og varnarmála í utanríkisráðuneytinu.