Landhelgisgæslan fylgist með skipaumferð umhverfis Ísland

Skip Greenpeace samtakanna, Arctic Sunrise, liggur nú við akkerisfestar undan Arnarstapa á Snæfellsnesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur verið í sambandi við skipið vegna komu þess inn í íslenska landhelgi. Samkvæmt upplýsingum frá skipinu er tilgangur veru þess hér að komast í var vegna hvassviðris á Grænlandssundi og vegna hafnarkomu skipsins til Reykjavíkur, þar sem meðal annars þyrla sem staðsett hefur verið um borð í skipinu verður sett í land og áætluð áhafnarskipti munu eiga sér stað.

Meðfylgjandi mynd var tekin af skipverjum á varðskipinu Þór en varðskipið sigldi framhjá Arctic Sunrise við Arnarstapa nú fyrr í morgun og var í sambandi við skipverja.