Landhelgisgæslan býður landsmönnum í heimsókn

Í tilefni af 60 ára flugsögu Landhelgisgæslu Íslands og að 40 ár eru liðin frá útfærslu lögsögunnar í 200 sjómílur býður Landhelgisgæslan landsmönnum til opins húss í flugskýli okkar við Nauthólsvík á Reykjavíkurflugvelli, næstkomandi sunnudag þann 27. september frá kl. 12:00 til kl. 16:00.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar taka vel á móti gestum og kynna þeim fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslunnar sem fram fer um allt land. Gefst fólki kostur á að skoða þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar sem og margvíslegan annan búnað sem notaður er í starfseminni svo sem báta, köfunarbúnað, sprengjueyðingarbúnað, sjókort, ýmis mælitæki, myndir úr allri starfseminni og margt fleira áhugavert.

Bílastæði við flugskýli Landhelgisgæslunnar verða eingöngu fyrir gangandi umferð og hreyfihamlaða en gestum er góðfúslega bent á að leggja bílum á bílastæði við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík.

Landhelgisgæslan vonast til að sem flestir kíki í heimsókn til að kynna sér starfsemina, hitta starfsmenn, skoða tækjabúnaðinn og fagna þessum tímamótum með okkur.

Starfsfólk Landhelgisgæslu Íslands

 
Flugvélin TF-SIF og þyrlan TF-LIF
 
Það verður nóg að skoða og fræðast um í flugskýli Landhelgisgæslunnar næstkomandi sunnudag, þann 27. september milli kl. 12:00 og 16:00