Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug til Vestmannaeyja en ófært var fyrir sjúkraflugvél

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hálfsjö í kvöld beiðni um að þyrla yrði send í sjúkraflug til Vestmannaeyja þar sem ófært var fyrir sjúkraflugvél vegna slæms skyggnis.

Flaug þyrlan TF-GNA af stað stuttu síðar. Skýjafar var ágætt á leiðinni en lágskýjað á flugvellinum í Vestmannaeyjum og þykkur þokubakki. Af þeim sökum var lent vestast á eyjunni og kom sjúkrabíll með sjúklinginn sem fluttur var um borð í þyrluna. Var flogið með sjúklinginn til Reykjavíkur og gekk flugið vel.