Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir flóðasvæðið við Skaftá

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug í morgun að flóðasvæðinu við Skaftá. Með í fluginu voru vísindamenn sem og fulltrúar Almannavarna og lögreglu. Flogið var upp með ánni að jökli en þar sem skýjað var yfir jöklinum var erfitt um vik að komast upp á jökulinn til að skoða ketilinn. Flogið var upp með ánni og kom þá í ljós að áin var komin að og inn í útihús við Sveinstindaskála. Þá voru brýr inn að bænum Skaftárdal 3 tæpar og vegurinn í sundur á fjórum stöðum. Við rætur jökulsins virtist sem hlaupið undan jökli væri í rénun en mikið vatn enn á leið niður ánna. Rafmagnslína yfir Skaftá virtist í góðu ásigkomulagi.

Er þyrlan var á leið til baka úr rannsóknarfluginu barst beiðni um að sækja þrjá ferðamenn sem voru á ferð á bíl sem festist við skálann Hólaskjól. Þyrlan fann fólkið fljótlega og var það tekið um borð.