Formaður landstjórnar Grænlands kynnir sér aðgerðabátinn Óðinn
Sigurður Ásgrímsson og Jónas Karl Þorvaldsson hjá Landhelgisgæslunni fóru með formanninn og fylgdarlið hans í kynningarsiglingu. Kynntu þeir honum bátinn, eiginleika hans og víðtæka notkun hjá Landhelgisgæslunni. Þá kynntu þeir einnig samstarf Landhelgisgæslunnar við Rafnar ehf og það þróunarsamstarf sem átti sér stað við smíði bátsins.