Fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni

Síðustu daga hafa fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja heimsótt Landhelgisgæsluna í tengslum við ráðstefnuna Arctic Circle sem haldin var í Hörpu síðastliðna helgi og varðar norðurslóðamál. 

Fulltrúi bandarískra stjórnvalda, þingmaðurinn Angus King heimsótti Landhelgisgæsluna ásamt fylgdarliði sínu og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þingmaðurinn kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, samstarf bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslunnar og þá möguleika sem starfssvæði Landhelgisgæslunnar í Keflavík býður upp á með tilliti til aukins samstarfs og sameiginlegra æfinga. 

 
Frá vinstri: Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík, bandaríski þingmaðurinn Angus King, Robert Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Benjamin Ziff.

Þá komu fulltrúar þýska sjóhersins einnig í heimsókn og kynntu sér starfsemina og þá sér í lagi þá umfangsmiklu starfsemi sem fram fer á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

 
Frá vinstri: Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, CDR Jörg-Dietrich Nackmayr, Rear Admiral Jürgen Mannhardt, GS Wiland Oerter sem er hermálafulltrúi Þýskalands fyrir Ísland og Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík.

Einnig komu fulltrúar frá deild innan bandaríska sjóhersins sem kallast Naval Research í heimsókn og kynntu sér starfsemi Landhelgisgæslunnar, bæði á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og víðar.

 
Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík og Rear Admiral, Chief of Naval Research Mathias W. Winter.