Samstarfssamningur strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar undirritaður

Nú stendur yfir fundur strandgæslna norðurskautsríkjanna. Tilgangur fundarins er að koma á laggirnar samstarfi strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar.

Hefur samstarfið hlotið nafnið Arctic Coast Guard Forum og fór undirritun samstarfssamningsins fram í dag í háskóla bandarísku strandgæslunnar í New London í Connecticut. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands undirritaði samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Samningurinn fjallar um formlegt samstarf strandgæslnanna á sviði leitar og björgunar og viðbragðs við vá sem upp getur komið á samstarfssvæðum ríkjanna.

 
Frá undirritun samstarfssamningsins.