Yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins heimsækir Landhelgisgæsluna
Mark Ferguson aðmíráll og sjóliðsforingi í bandaríska sjóhernum í Evrópu og Afríku og yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins, heimsótti Landhelgisgæslu Íslands í gær, föstudaginn 30. október. Aðmírállinn sem var í opinberri heimsókn hér á landi kynnti sér starfsemi og verkefni Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og heimsótti eftirlitsflugsveit bandaríska sjóhersins sem nú dvelur á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en svæðið er á ábyrgð og rekið af Landhelgisgæslunni.
Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík og Mark Ferguson aðmíráll. |
Aðmírállinn fær afhentan þakklætisvott frá Landhelgisgæslunni. |
Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar í Keflavík, Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslunnar og Mark Ferguson aðmíráll. |