Há sjávarstaða næstu daga

  • Sjavarhaedir

Landhelgisgæsla Íslands vill vekja athygli á hárri sjávarstöðu næstu daga.

Seinnipart miðvikudags 25. nóvember og aðfaranótt fimmtudagsins 26. nóvember er gert ráð fyrir suðvestan 15-23 metrum á sekúndu og flóðhæð 4,1 metrar kl 17:52 á miðvikudag í Reykjavík, 4,4 metrar kl. 06:14 fimmtudag og kl. 18:37 verður flóðhæð 4,1 metrar.

Föstudagsmorguninn 27. nóvember er gert ráð fyrir 4,5 metra flóðhæð kl. 06:58 ásamt hvössum norðanvindi norðvestan til.