Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar  

Föstudagur 18. desember 2015

Í gær var árleg jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar haldin í veislusal Nauthóls í Nauthólsvík. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp þar sem hann meðal annars minntist á þær hlýju kveðjur sem Landhelgisgæslan og starfsmenn hennar fengu nú á aðventunni er birtar voru niðurstöður könnunar MMR þar sem Landhelgisgæslan nýtur mest trausts meðal stofnana á sviði réttarfars og dómsmála.

Hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins sem að þessu sinni var lesið af Hebu Hauksdóttur starfsmanni í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Keflavík. Þá kom sönghópurinn Lyrika í heimsókn og söng inn jólin með fallegum tónum.

Þeir starfsmenn sem hófu töku eftirlauna á árinu voru sérstaklega heiðraðir sem og þeir starfsmenn sem fögnuðu fimmtugs-, sextugs- og sjötugsafmælum á árinu. Á árinu hófu sex starfsmenn Landhelgisgæslunnar töku eftirlauna eftir áralangt starf og einn eftir tæplega 48 ára starf.

Hér eru nokkrar myndir frá þessari hátíðlegu jólastund sem Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður tók.

 
Þessar gjafir biðu þeirra starfsmanna sem hófu töku eftirlauna á árinu og voru af því tilefni sérstaklega heiðraðir með þökkum fyrir vel unnin störf.
 
Starfsmenn voru prúðbúnir í tilefni þessarar hátíðlegu stundar.
 
Hlýtt á þakkarorð forstjóra.
 
Heba Hauksdóttir starfsmaður í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Keflavík las úr jólaguðspjallinu.
 
Þær stallsystur í sönghópnum Lyrika sungu ljúfa jólatóna af einstakri snilld.
 
Starfsmenn hlýða á ljúfan söng þeirra Lyrikastúlkna.
 
Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar afhendir hér Birgi Þór Jónssyni þakklætisvott fyrir tæplega 48 ára starf hjá Landhelgisgæslunni.
 

Forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt þeim starfsmönnum sem sérstaklega voru heiðraðir eftir áralangt farsælt starf. Frá vinstri: Jónas Ágústsson, Eiríkur Trausti Stefánsson, Einar K. Sigurgeirsson, Grímkell Arnljótsson, Birgir Þór Jónsson og forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Kristinn Lárusson.

 
Brytar og skipherrar spjalla....og greinilega um eitthvað skemmtilegt. Frá vinstri: Rannveig Hreinsdóttir bryti, Jóhann Gunnar Arnarsson bryti, Halldór B. Nellett skipherra og Einar H. Valsson skipherra.
 
Þær stöllur Harpa Karlsdóttir og Linda María Runólfsdóttir, starfsmenn á mannauðssviði Landhelgisgæslunnar.
 
Frá vinstri: Garðar Árnason flugmaður, Hreggviður Símonarson stýrimaður og sigmaður, Lárus Kristjánsson flugmaður og Sigurður H. Wiium yfirflugstjóri.
 
Einkennishúfur í bunkum.