Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir fimm erlenda göngumenn í Emstrur
Rétt fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um að þyrla færi í Emstrur að sækja fimm erlenda göngumenn sem hafa verið á göngu yfir miðhálendið undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu treystu göngumennirnir sér ekki til að halda áfram til byggða.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ fór í loftið um 12:30 og kom til baka með göngumennina rúmum klukkutíma síðar.