Flogið til Beirút

  • IMG_8815

Nú fyrir skemmstu fóru tveir starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, þeir Jónas Þorvaldsson og Adrian J. King á vegum íslensku friðargæslunnar til starfa við sprengjueyðingu í suðurhluta Líbanon. Þeir voru fluttir ásamt búnaði til Beirút með fluvél Landhelgisgæslunnar TF SYN. Verkefnið mun standa í 3 mánuði og mun Marvin Ingólfsson sprengjusérfræðingur fara utan síðar, þeim til liðveislu. Með í för er Kristján Sigfússon bráðaliði frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Flugstjóri í ferðinni var Tómas Helgason. Flugmenn voru Hafsteinn Heiðarsson og Pétur Steinþórsson. Flugvirki var Sverrir Erlingsson.

IMG_8815
F.v. Pétur Steinþórsson, Hafsteinn Heiðarsson, Kristján Sigfússon, Jónas Þorvaldsson og Sverrir Erlingsson. Mynd: Tómas Helgason.

Sjá myndir úr ferðinni.