Olíumengun við Njarðvík

Í tilefni af upplýsingum um að olímengun væri á svæðinu frá Garðskaga inn að Njarðvík og sést hefðu fuglar sem hefðu orðið fyrir slíkri mengun, var flugvél Landhelgisgæslunnar TF SYN, send í eftirlitsflug yfir svæðið. Áhöfn flugvélarinnar tilkynnti nú fyrir skömmu að þeir hefðu ekki orðið varir við neina olíflekki á þessu svæði.