Hópur kvenna heimsótti varðskipin
Það var skemmtileg tilbreyting fyrir varðskipsmenn að fá konurnar í heimsókn en þær voru að kynna sér starfsemi varðskipanna og Landhelgisgæslunnar.
Vala Oddsdóttir tók meðfylgjandi myndir við þetta tækifæri.
Ásgrímur Ásgrímsson yfirmaður vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni og Georg Kr. Lárusson forstjóri tóku vel á móti konunum og sögðu frá starfseminni.
Margt framandi og fróðlegt er að sjá um borð í varðskipunum. Ásgrímur Ásgrímsson, Óskar Á. Skúlason bátsmaður á Ægi og Einar Örn Einarsson stýrimaður á Ægi sýndu konunum stjórntækin í brúnni á Óðni.
Skemmtileg tilbreyting. Brúin skoðuð.
Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.