Tæki fyrir nýja flugvél Landhelgisgæslunnar skoðuð

  • MSS_SLAR_Image_080

Miðvikudaginn 7, mars s.l. fóru þeir Hafsteinn Heiðarsson flugstjóri, Ragnar Ingólfsson flugvirki og Auðunn Kristinsson yfirstýrimaður í eftirlitsflug með Dast-8 flugvél Transport Canada. Tilgangur ferðarinnar var að skoða FLIR “Forward Looking Infrared Camera” og SLAR “Side Looking Airborn Radar” flugvélarinnar sem eru sömu gerðar og LHG hefur áhuga á að setja í nýja eftirlitsflugvél stofnunarinnar.

IMG_2069
Flugvél Transport Canada.

Flogið var frá Moncton sem er í New Brunswick í Kanada. FLIR er notað til að greina tegundir, athafnir og nöfn skipa að nóttu sem degi og þá er það mjög gagnlegt við leit og björgun. SLAR er ratsjá sem notuð er til að kortleggja mengun og hafís en nýtist einnig mjög vel til leitar. Tækjabúnaðurinn reyndist mjög vel og með honum mátti lesa nöfn skipa í 1,5-2,0 sml fjarlægð og kortleggja lagnarís í yfir 15 sml. fjarlægð í svarta myrkri. Flugvélin sem farið var á er ein af fjórum flugvélum sem Transport Canada notar til mengunar- og íseftirlits og er henni flogið um 1200 klst. á ári. Meðfylgjandi myndir voru teknar í fluginu.

IMG_2082
Vinnuborð flugvélarinnar.

MSS_SLAR_Image_080
Hér sést hvernig SLAR kortleggur ís og land.

Auðunn F. Kristinsson
Yfirstýrimaður